Fegurðadrottningin, fyrirsætan og bloggarinn Sylvía Briem var svo góð að leyfa mér að kíkja í töskuna sína. Hún svaraði svo nokkrum spurningum og fór létt með það.
Sylvía heldur úti skemmtilega bloggi þar sem hún skrifar um tísku, heilsu, förðun og fleira en þið getið skoðað bloggið HÉR.
1. Getur þú lýst töskunni þinni, er hún skipulögð eða kannski full af allskonar dóti?
Taskan mín er mjög skipulögð, ég er með nokkrar buddur í henni, eina fyrir varasalva, myndavél og teygjur, aðra fyrir snyrtidót og ilmvatn og svo enn aðra fyrir eitthvað annað dót sem mér dettur í hug að henda með.
2. Hvað er það mikilvægasta í töskunni þinni? Það mikilvægasta í töskunni minni myndi vera síminn minn, gæti ekki án hans verið!
3. Hver er drauma ´design´ taskan? Drauma taskan mín myndi vera stór brún frá Miu Miu sem getur borið allt draslið mitt.
4. Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru? Já, uppáhalds snyrtivaran mín er Matte Morphose meikið frá L’Oréal, finnst það alveg ómissandi.
7. Áttu þér eitthvað gullið ´beauty secret´? Gullið bjútísecret myndi bara vera: taka vítamínin mín, hreyfa mig og ná góðum svefn…og svo drekka sem minnst af áfengi.
8. Hvað geriru til að slaka á? Mér finnst best að slaka á með því að láta renna í bað með baðsalti og olíum. Búa mér svo til slökunar-playlista og setja á mig maska. Kósí!
9. Áttu þér einhvern uppáhalds skartgrip? Ég á fullt af grallarlegum skartgripum en öll úrin mín eru í uppáhaldi. Ég myndi ekki segja að ég væri pen í skartgripavali heldur fíla ég stóra hnullunga skartgripi.
10. Uppáhalds heimasíða? Uppáhalds heimasíðan mín myndi líklegast vera Kenzas.se, það er sænsk stelpa sem bloggar um tísku og heilsu. Mjög gaman að fylgjast með henni.
11. Og að lokum, áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Tískufyrirmyndin…mér finnst Olsen systurnar alltaf jafn töff og Erin Wasson kemur einnig sterk inn.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.