…söng Cindy Lauper á sínum tíma og ég held að ég taki þetta til mín á næstu misserum. Leyfi mínum sönnu litum að koma í ljós. Það getur ekki verið að manni sé aðeins ætlað að ganga í svörtu?
Staðreynd málsins er sú að ég er komin með arfaleið á öllum svörtu fötunum í fataskápnum mínum. Í morgun þegar ég ætlaði að klæða mig fannst mér ég stara inn í “the heart of darkness” eins og maðurinn sagði -Það verður eitthvað að fara að gerast!
Reyndar er langt síðan ég tók eftir því hvað íslendingar eru gjarnir á að klæða sig í jarðliti og þar er undirrituð ekki undanskilin. Kannski ekki skrítið þar sem allt í kringum okkur er ýmist svart, grátt, brúnt eða mosagrænt – já eða dökkblátt. Hér eru ekki marglit blómahöf sem veita innblástur fyrir fataskápinn líkt og hjá þeim sem búa við meira litskrúð í umhverfi sínu. Hér erum við með Esjuna, sjóinn og einstaka stjúpur og morgunfrúr á sumrin sem eru þó of vanmáttugar til að ná áhrifum inn í fataskápana okkar.
Og já, sem ég starði inn í hjarta myrkursins ákvað ég að gera breytingar. Finna mér falleg föt og fallega liti. Hætta að kaupa bara svart og jarðlitað. Ætla að byrja smátt og smátt og fikra mig áfram í þessu.
Hér er afraksturinn af smávegis rannsóknarleiðangri. Fallegir litir og dásamleg föt frá m.a. Marc Jacobs, Ninu Ricci, Zac Posen, Emilio Pucci og YSL… leyfðu þínum sönnu litum að skína í gegn… ójá!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.