Ég var þess heiðurs aðnjótandi að hitta Alexander McQueen nokkrum sinnum árið 2000 þegar ég starfaði hjá Gucci í London en þar var Alexander McQueen fenginn til liðs sem creative director hjá fyrirtækinu.
Alexander var tær snillingur. Hann kom inn með ferskan stíl og margsannaði að þar væri frábær hönnuður á ferð sem svo sannarlega hugsaði út fyrir rammann.
Hann hikaði heldur ekki við að sjokkera og hrífa mann með hönnun sinni á sinn nett-breska-en þó-ögrandi, -húmoriska-flotta hátt.
McQueen var fengin til að sníða jakkaföt á Kalla Prins og stóðst víst ekki mátið að skrifa inn í fóðrið í jakkafötunum hjá Prinsinum: “McQueen was here”.
Ég heyrði reyndar einnig að hann hefði skrifað með penna: “I’m a cunt” inn í fóðrið en hvort það var veit Kalli Prins best.
Fráfall McQueen var sannarlega mikill missir fyrir tískuheiminn, fjölskyldu hans, vini og okkur hin sem elskum fallegan fatnað og hrærumst í hönnun og tísku.
Alexander McQueen var einn sá besti.
Þetta myndband er samasett til heiðurs McQueen og er samantekt á fatahönnun og tískusýningum hans.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.