Hobbitinn var bókin sem kynnti mig fyrir ævintýrabókmenntum og það var sú bók sem varð til þess að viðhalda ást minni á þeim í gegnum helstu gelgjuna “þegar var sko ekki kúl að lesa bækur”.
Þar sem ég pæli lítið í hljóð og myndgæðum og skemmti mér alveg jafn vel við að horfa á kvikmynd af VHS spólu sem tekin var upp úr sjónvarpinu fyrir 15 árum og að fara í bíó þá er ég víst ekki fullkomlega dómbær á tækniþátt myndarinnar en ég verð að vera það forpokuð og leiðinleg að segja að ég á eftir að njóta myndarinnar mun betur þegar ég get horft á hana í tvívídd.
Að því sögðu þá er söguþráður myndarinnar stórskemmtilegur og spennandi og ég vona að ég sé ekki að hneyksla neina harða Tolkien aðdáendur (sérstaklega þar sem ég er einn slíkur sjálf) með því að segja að þær viðbætur sem komu inn í myndina (sem ekki voru í bókinni) féllu allar vel að söguþræðinum og í þá veröld sem Tolkien skapaði.
Helsta gagnrýnin sem komið hefur á myndina er einmitt sú að Peter Jackson, leikstjóri myndarinnar, sé að teygja hana um of með því að reyna að endurskapa LOTR-seríuna og stjórnast af gróðahyggjunni einni saman með því að teygja eina bók í þrjár myndir. Bókin Hobbitinn er nefnilega svipuð að lengd og ein LOTR bók og gagnrýnendum finnst þess vegna að vel hefði verið hægt að gera aðeins eina mynd upp úr þessari einu bók.
Að sumu leyti verð ég að vera sammála því en eftir að hafa séð myndina og þær breytingar sem Jackson gerði verð ég að segja að honum tekst það vel til að ég er bara fegin að ævintýrið er ekki búið eftir aðeins eina mynd. Góða skemmtun!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=G0k3kHtyoqc[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.