Ég skellti mér í Laugarásbíó í gær á myndina The Grey. Ég fór án þess að vita neitt um myndina nema að hún hefði fengið ágætis dóma vestanhafs (7.7 á IMDb) og að hún skartaði Liam Neeson í aðalhlutverki…
…Myndin fjallar í stuttu máli um hóp manna sem þarf virkilega að berjast fyrir lífi sínu eftir að flugvél sem þeir voru í hrapar á versta stað. Ekki nóg með að staðsetningin og veðráttan sé slæm heldur eru þeir á svæði þar sem tryllt óargadýr leynast…hálf vonlaust ástand myndi ég segja.
Myndin er semsagt spennumynd en ‘hóóólí’ hvað maður er strax orðinn spenntur á fyrstu mínútunni og er það svo út alla myndina…ég öskraði meira að segja í trefilinn minn á einum tímapunkti, mjög eðlilegt!
Stundum dettur myndin í smá klisju en það er alveg í lágmarki. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem eru til í smá stress og spennu og ég get alveg lofað ykkur því að endirinn á eftir að koma á óvart.
Hér er ‘trailerinn’ fyrir áhugasamar…
________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Hfb0-U0ydj8[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.