Ég hef lengi haft alveg sérstakt uppáhald á Sacha Baron Cohen og gat því varla beðið eftir nýju myndinni hans, The Dictator.
Myndin fjallar í stuttu máli um einræðisherrann Admiral General Aladeen sem ræður ríkjum í olíuparadísinni Wadíu.
Þegar hann vill ekki lýsa því yfir að Wadía búi ekki yfir kjarnorkuvopnum þarf Aladeen að fara til New York til að tala við Sameinuðu Þjóðirnar en ýmsir atburðir verða svo til þess að hann kemst ekki og er sviptur völdum.
Það er vel hægt að segja að myndin sé sjúklega fyndin því á köflum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða ganga út vegna þess hvað manni blöskrar, en það er alveg þess virði að sitja alla myndina í gegn því hlátursköstin eru ekker færri í lok myndarinnar heldur en við byrjun hennar.
Hér er myndband frá Óskarsverðlaunahátiðinni þar sem Sacha Baron Cohen mætti í karakter og var hent út eftir aðeins fáeinar mínútur:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mhAg0COnqds&feature=fvwrel[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.