Laugarásbíó sýnir nú nýjustu myndina í Batman seríunni, The Dark Knight Rises, en þessi mynd er sannarlega eitt af meistaraverkum Christopher Nolan leikstjóra Batman þríleiksins.
Myndin er með léttum húmor, ofurspennu, góðum bardagaatriðum og ferlega góðum karakterum en ég var algjörlega að fíla Kisulóruna (Catwoman/Selina) leikin af Anne Hathaway og vonda kallinn Bane, leikinn af Tom Hardy.
Einnig kom annar nýr karakter til sögunnar í þríleiknum sem gerir það að verkum að nú bíða aðdáendur myndanna spenntir eftir nýrri fléttu og er spurning hvort samningar náist við Christopher Nolan að leikstýra fleiri myndum en upphaflega var samningurinn hans upp á þrjár myndir þannig að The Dark Knight Rises er lokamyndin í þríleiknum hans.
Sögurþáðurinn er að sjálfsögðu eins og í alvöru ofurhetjumyndum og fáum við að sjá Batman reyna að bjarga Gotham, sæta stelpu, svik og ástríka kossa, en samt nær myndin að koma manni örlítið á óvart sem er alltaf gaman að þegar maður gengur hálfpartinn að myndum vísum.
Fyrir ofurhetjuaðdáendur þá er Batman – The Dark Knight Rises skylduáhorf í kvikmyndahúsi þrátt fyrir 18 stiga hita og sól!
Kíktu á sýnishornið fyrir myndina og svo í bíó!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GokKUqLcvD8[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.