Ég ætla alveg að sleppa því að spara stóru orðin og koma í staðin bara hreint út og segja að Short Term 12 sé ein besta kvikmynd sem ég hef nokkurtíma séð.
Short Term 12 er sýnd í Bíó Paradís og hefur fengið nær einróma lof gagnrýnenda.
Hún er með 8.1 í einkunn á IMDB og 99% frá gagnrýnendum á Rotten Tomatoes.
Einnig hefur hún hlotið fjöldann allan af verðlaunum þar með talið sem besta myndin og sem uppáhald áhorfenda á South by Southwest.
Í myndinni fylgjumst við með Grace (Brie Larson) sem vinnur á heimili fyrir ungt fólk ásamt Mason (John Gallagher Jr.) , Jessicu (Stephanie Beatriz) og Nate (Rami Malek).
Heimilið sem hún vinnur á er hugsað sem tímabundið úrræði fyrir krakka sem eiga í einhverskonar vandræðum, hvort sem þau eru vandalaus eða eiga bara í einhverskonar sálrænum vandræðum.
Í myndinni sjáum við Grace annast krakkana á heimilinu um leið og hún sjálf þarf að takast á við vandamálin sem eru í gangi í hennar eigin lífi.
Ég fór á Short Term 12 með frekar háar væntingar og myndin stóðst þær allar.
Ég grét að vísu eiginlega allann tímann, stundum af því hún var svo sorgleg, stundum vegna gleði og stundum úr hlátri.
Myndin spilaði á allann tilfinningaskalann svo fyrir þá sem nota maskara myndi ég mæla með að sleppa honum eða skella á sig vatnsheldum og jafnvel að grípa tissjú box í leiðinni.
[usr 5]
Frábær leikur, frábær saga, frábær kvikmyndataka…þessi mynd er bara frábær og það ættu allir að sjá hana…helst núna!
[youtube]http://youtu.be/H8QxAYxNRgs[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.