Mig er lengi búið að langa til að fara á Seven Psychopaths en átti einhverra hluta vegna erfitt með að draga einhvern með mér en náði loksins að kíkja á hana fyrir stuttu síðan.
Ég bar miklar væntingar til myndarinnar enda frábært leikaralið sem var valið í myndina og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Myndin er að vissu leyti léttmeti en er samt sem áður frábær í nær alla staði og fyrirtaks afþreying, hún er fyndin og ófyrirsjáanlega og léttgeggjuð.
Það eina sem ég hef út á hana að setja, (sem framleiðendurnir sáu greinilega líka vegna þess sem kemur fram í myndinni) er að kvenpersónurnar í myndinni eru áhugaverðar en samt sem áður fær maður ekkert að kynnast þeim þar sem öll áhersla er lögð á karlkyns karakterana.
En þrátt fyrir þennan galla er myndin stórskemmtileg, plottið er gott og eins og áður sagði fer hér úrvalslið skemmtilegta leikara sem því miður fá alltof sjaldan hól fyrir hæfileika sína.
Ég mæli svo sannarlega með Seven Psychopaths í Laugarásbíó fyrir alla sem finnst gaman að spennumyndum og kaldhæðnishúmor.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OOsd5d8IVoA[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.