Í myndinni leikur Justin Timberlake ungann viðskiptaséní, Richie, sem missti allt sitt á Wallstreet og sest á skólabekk við Prinston háskólann.
Vegna aldurs og fyrri starfa á þessi ljúflingur ekki rétt á niðurgreiddum námsgjöldum og stendur þessvegna fyrir því að þurfa að borga himinhá námsgjöld.
Til þess að getað greitt fyrir fínerís námið sitt hefur hann verið að vísa öðrum skólafélögum á vefsíðu sem gerir þeim fært að stunda fjárhættuspil á veraldarvefnum, í staðinn fær hann nokkrar prósentur af því sem skólafélagarnir leggja undir á síðunni.
Eftir að stjórnendur skólans komast að því að Richie sé að vísa nemum á síðu til að eyða peningunum feðra sinna setja þeir stólinn fyrir hurðina og neyða Richie til að hætta allri starfsemi eða vera rekinn úr skólanum. Í kjölfarið þarf Richie að finna sér nýjar aðferðir til að fjármagna rándýra viðskiptanámið og í kjölfarið fer af stað spennandi atburðarás.
Leonardo Dicaprio framleiðir
Leo Dicaprio er framleiðandinn á bakvið þessa mynd, sem mér finnst soldið sniðugt. Alltaf gaman að vita af leikurum sem taka í taumana og fjármagna svona bíó á eigin spýtur. Klapp á bakið fyrir hann Leo.
Þessi mynd að mínu mati er bara alveg ágæt fín svona til að glápa á… Ekkert of mikið eða of lítið. Hún er tekin upp á skemmtilegum stað og umhverfið er mjög skemmtilegt. Ég hef gaman að sjá Justin leika í bíómyndum og finnst hann fínn leikari, einnig var Ben flottur í sýnu hlutverki.
Ég gef þessari mynd tvær Önnur… That’s All Folks 🙂
Leikstjórn: Brad Furman. Aðalleikarar: Ben Affleck, Justin Timberlake og eldheita Gemma Arterton Framleiðandi: Leonardo Dicaprio
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni “Runner Runner”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=UFPqyNvNzvU[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.