„On The Road“ er byggð á samnefndri bók eftir Jack Kerouac og hún er þessa dagana til sýninga í Bíó Paradís. Myndin hefur fengið nokkuð misjafna dóma gagnrýnenda sem er það sama og má líklega segja um bókina.
„On The Road“ fjallar um félagana Sal (Sam Riley) og Dean (Garret Hedlund) og ferðalög þeirra um Bandaríkin og Mexíkó sem geta verið nokkuð mikið villt. Sal er rithöfundur og Dean virðist vera lítið annað en vandræðagemsi og bílaþjófur. Á ferðum þeirra koma margir skrautlegir karakterar við sögu sem hafa misjafnlega mikil áhrif á líf þeirra og eru misjafnlega skemmtilegir.
Myndin er að mörgu leyti mjög áhugaverð og í henni koma fram mjög áhugaverðar persónur en vegna þess hve margar persónur koma fram í henni, sem koma oft restinni af myndinni ekkert við, getur hún virst nokkuð sundurslitin. Sal og Dean ná samt að halda fjörinu uppi meirihlutann af myndinni og hætta aldrei að koma manni á óvart með því sem þeir taka upp á gera. Ekki skemmir svo tónlistin eða útlitið á myndinni fyrir. Hvað þá snilldarlegar tilvitnanirnar í bókina „On The Road“:
“The only people for me are the mad ones, the ones who are mad to live, mad to talk, mad to be saved, desirous of everything at the same time, the ones who never yawn or say a commonplace thing, but burn, burn, burn, like fabulous yellow roman candles exploding like spiders across the stars…”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DZhM-AcCzNU[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.