Myndin er byggð á bók Lee Child frá 2005, One Shot, en hann hefur skrifað þó nokkrar bækur um Jack Reacher, fyrrum herlögrelumann sem á það til að taka lögin í sínar eigin hendur ef svo ber undir.
Jack Reacher (Tom Cruise) er maður sem erfitt er að hafa upp á en þegar sérþjálfaður hermaður er sakaður um morð á fimm óbreyttum borgurum birtist hann skyndilega til að blanda sér í málið.
Myndin er að mínu mati skemmtilega hallærisleg. Það komu “móment” þar sem ég hélt að þetta væri hreinlega grínmynd. Hún er hins vegar auglýst sem spennumynd og ég því ef til vill með brenglaðan húmor. Dæmi hver fyrir sig.
Hér eru nokkrir gullmolar úr myndinni. Ekki eins kraftmikið að lesa þessa óborganlegu frasa hér og að sjá Tom fara með þá á hvíta tjaldinu.
Jeb: “Hey, outside!”
Jack Reacher: “Pay your check first.”
Jeb: “I’ll pay later.”
Jack Reacher: “You won’t be able to.”
Gary: “I need to see some I.D.” Jack Reacher: “I’m not showing you any I.D.”Gary: “Well, I need to see something. “Jack Reacher: “How about the inside of an ambulance?”
Jack Reacher: “You think I’m a hero? I am not a hero. I’m a drifter with nothing to lose. Now you killed that girl to put me in a frame. I mean to beat you to death and drink your blood from a boot! Now this is how it’s gonna work. You’re gonna give me the address and I’ll be along when I’m damn good and ready. If she doesn’t answer the phone when I call this number, if I even think you’ve hurt her, I disappear. And if you’re smart, that scares you. Because I’m in your blind spot. And I have nothing better to do.”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kK7y8Ou0VvM[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.