Síðustu helgi var byrjað að sýna Hangover III í bíó en myndin er sú þriðja í röðinni og jafnframt sú síðasta sem gerð verður um snillingana fjóra, Stu, Phil, Doug að ógleymdum Alan.
Myndin er algjör gleðisprengja, fyndin frá upphafi til enda og gefur hinum tveimur myndunum ekkert eftir. Ég hló svo mikið að tárin láku svo ég mæli eindregið með vatnsheldum maskara fyrir þessa bíóferð og jafnvel vasaklút!
Í þessari þriðju mynd um þá félaga ákveða þeir að fara með Alan á heilsuhæli því hann var hættur að nota lyfin sín og farinn að verða geggjaðari með hverjum deginum en auðvitað kemur allt sem hægt er að koma upp á á leiðinni og þá sérstaklega þegar þeir hitta gamla “vin” sinn Chow.
Hörkufín gamanmynd með sauðsvörtum húmor sem allir ættu að geta haft gaman að. Mæli með þessari frábæru mynd ef þig langar til að kitla hláturtaugarnar örlítið á meðan rigningin og rokið kvelur okkur hérna á Fróni
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8AC1JGRtMPM[/youtube]
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.