Árið er 1949 og mafíósinn Mickey Cohen (Sean Penn) er hársbreidd frá því að sölsa undir sig alla Los Angeles.
Aðstoðarvarðstjórinn John O’Mara (Josh Brolin) hefur fengið meira en nóg af ofbeldinu og viðbjóðinum sem fylgir glæpastarfsemi Cohen en í myndinni fylgjumst við með O’Mara og félögum hans berjast fyrir Borg Englanna.
Sean Penn fór á kostum. Hann var í flottu gervi sem hefur sennilega hjálpað honum talsvert við að koma sér í karakter.
Að mínu mati fóru allir vel með sín hlutverk þar á meðal Emma Stone, Ryan Gosling, Nick Nolte og Giovanni Ribisi. Persónur og atburðir voru trúverðugir.
Ef einhvað er þá fannst mér að vissu leyti vanta ákveðna dýpt en hún hefði sennilega náðst hefði myndin verið örlítið lengri eða hasaratriði stytt.
Myndin er byggð á sönnum atburðum og er leikstýrt af Ruben Fleischer. Á IMDb fær hún 7.1 í einkunn.
Niðurstaða: Góð afþreying og ekta sunnudagsmynd.
[youtube]http://youtu.be/qilrVR0miPU[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.