Kvikmyndin Elysium með Matt Damon í aðalhlutverki gerist á því herrans ári 2154 þegar þeir efnuðu búið sér til sérstaka geimstöð með fallegum görðum, sundlaugum og lækningarbekkjum sem lækna hvað sem er.
Þau sem eru eftir á jörðinni eru fátæk og veik í hrærigraut með afbrotamönnum og vélmennum sem stjórna flestum ríkisreknum fyrirtækum og stofnunum.
Matt Damon leikur Max, sem hefur gert það að sínu aðal takmarki í lífinu að komast upp til Elysium. Við fáum að sjá brot úr barnæsku hans sem sýna að hann þráir það mjög að komast upp til Elysium.
…Og að sjá þá ríku og fallegu uppi á Elysium skálandi í kampavíni og spriklandi í sundlaugarpartýum talandi frönsku. Skítsama um það sem var að gerast fyrir neðan þau.
Max hefur verið frekar óheppinn í lífinu, hann ólst upp á munaðarleysingjahæli og komst í kast við lögin á sínum uppvaxtarárum en snéri við blaðinu og fór að vinna í verksmiðju sem smíða þessu fínu vélmenni sem flestu stjórna á Jörðinni.
Þetta leggur hann á sig svo hann geti kannski unnið sér inn nægu fé til þess að komast upp til Elysium. Atburðarrásin í myndinni fer fljótt á flug og verður hröð og Max stendur fyrir því að þurfa taka stærstu og hættulegustu ákvörðun lífs síns.
Hér má sjá trailerinn fyrir “Elysium”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SNxhqoKT1oc[/youtube]Persónulega finnst mér þetta ágætis ádeila á hvernig kerfið virkar stundum. Oft líður manni eins og maður sé að tala við vélmenni ef maður þarf að ná sambandi við eitthvað ríkistengt eða stóra stofnun. Gæti ekki verið meira ópersónulegt og blákalt.
Jörðin er eins og stór ruslahaugur, mannkynið er búið að hugsa illa um hana og hún er að rústum komin. Þetta er rosalega raunverulegt og vel gert, það fær á mann að sjá mannkynið svona. Og að sjá þá ríku og fallegu uppi á Elysium skálandi í kampavíni og spriklandi í sundlaugarpartýum talandi frönsku. Skítsama um það sem var að gerast fyrir neðan þau.
Að vissu leiti er þetta ekki ólíkt því hvernig við hegðum okkur núna, horfum bara framhjá vandamálum annarstaðar og slökkvum á fréttum ef þær eru eitthvað óþægilegar. Hugsum bara um okkur sjálf og hvað snýr að okkar nánustu.
Að mínu mati er leikstjórinn Neill Blomkamp að reyna senda okkur frekar skýr skilaboð með þessari mynd eins og hann gerði með myndinni “District 9”. Við mannkynið eigum að fara hugsa okkar gang og hugsa betur um hvort annað og jörðina okkar.
Ég mæli eindregið með því að fara á þessa mynd, hún er mjög vel gerð og vel leikin. Flottar tæknibrellur og vel gerð vélmenni. Það er greinilegt að Neill Blomkamp er búinn að skapa sér ákveðin stíl sem er rustic og hrár í bland við mikla fegurð og dýr og alltaf gaman að sjá nýja framtíðarsýn og bera það svo saman við það maður hefur séð í öðrum myndum.
- Leikstjórn: Neill Blomkamp
- Aðalleikarar: Matt Damon (besti vinur Ben Affleck), Jodie Foster (Silence of the lambs).
ÁHUGAVERT
Árið 1927 kom út framtíðar/sci-fi mynd sem heitir “Metropolis” og fjallar um þá ríku sem búa uppá fallegu jörðinni í háhýsum og blómagörðum, dansandi um og þurfa lítið sem ekkert að vinna á meðan fátækir verkmenn vinna neðanjarðar til að knýja áfram risa vél sem heldur jörðinni og þeim lífsgæðum sem þeir ríku njóta gangandi. Ef ég á að vera bláköld þá finnst mér “Elysium” hálfgerð endurgerð á “Metropolis”. Mæli eindregið með því að kíkja á gömlu ræmuna til skemmtunar/fræðslu og samanburðar….. 🙂
Hér er smá sýnishorn úr Metropolis
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ZSExdX0tds4 [/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.