Djúpið heitir ný kvikmynd Baltasars Kormáks. Það er Ólafur Darri sem fer með aðalhlutverkið í þessari vel heppnuðu mynd sem segir magnaða sögu af sjóslysi…
…Myndin byggir á sönnum atburðum en á kaldri vetrarnóttu árið 1984 fórst skipið Hellisey. Myndin fjallar um slysið sjálft og mann að nafni Guðlaugur Friðþórsson sem komst lífs af á stórmerkilegan hátt. Hann synti fimm kílómetra í ísköldum sjónum að Vestmannaeyjum og gekk yfir úfið hraun þangað til að hann komst í byggð. Allt þetta gerði hann eftir að hafa reynt að bjarga vinum sínum frá dauða. Ekki nóg með að hann hafi þurft að ganga í gegnum þessar raunir heldur tóku við flóknar rannsóknir ónærgætinna lækna og vísindamanna á þessu afreki hans.
Sagan er sögð á mjög smekklegan máta að mínu mati og vonandi eru fjölskyldur þeirra sjómanna sem fórust í slysinu sáttað með útkomuna…og auðvitað Guðlaugur sjálfur.
Ég mæli klárlega með þessari mynd! Hún er vel leikin, spennandi og falleg.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=x2cXyRli7R4[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.