Ég kíkti á Killing them Softly um daginn en myndin skartar töffaranum Brad Pitt í aðalhlutverki…
…Sagan fjallar um tvo mjög vanhæfa einstaklinga sem ákveða að taka þátt í ráni. Þær ræna peningum af pókerleik á vegum mafíunnar. Mafíuforingjarnir sætta sig auðvitað ekki við þetta og ráða inn leigumorðingjann/handrukkarann Jackie Cogan (Brad Pitt) til að finna þessa tvo einstaklinga sem komust með peningana á brott.
Þessi mynd er snilld að mínu mati en hún er alveg svakalega sjónrænt flott, hálfgert listaverk á köflum. Myndin er spennandi en sýnir fyndnu hliðarnar á þessum heim í senn.
Myndin fær 7.0 í einkunn á ImdB en mér finnst hún eiga skilið hærri einkunn! Mæli eindregið með þessari fyrir alla sem hafa náð 16 ára aldri!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tDyaNnrgdp4[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.