Það eru þau Mark Whalberg og Mila Kunis sem fara með aðalhlutverkið í nýrri mynd eftir Seth McFarlane (Family Guy). Myndin fjallar um ungann mann að nafni John Bennett (Whalberg) og kærustu hans (Kunis) sem eiga í sambandsvandræðum vegna bangsa!
…Ted og John hafa verið bestu vinir frá því að John óskaði sér að bangsinn sinn myndi lifna við í æsku. Óskin rættist að sjálfsögðu og Ted og John ólust upp saman.
Eftir að John og kærastan hafa svo verið að hittast í fjögur ár fær hún nóg af því að John skuli alltaf velja bangsann fram yfir hana og þá vandast málin því að John og Ted eru algjörlega óaðskiljanlegir.
Myndin er mjög fyndin á köflum eins og við mátti búast eftir að hafa horft á ‘trailerinn’…en hún er einnig mjööög væmin sem mér finnst vera galli þegar maður er búin að gíra sig upp í grínmynd. En það fyndna bætir algjörlega upp fyrir það væmna og klisjulega enda fær myndin heilar 7.7 í einkunn á ImDb.
Ég mæli klárlega með þessari ræmu fyrir þá sem langar að hlæja…en athugið að myndin er EKKI ætluð börnum þó að hún fjalli um bangsa en hún inniheldur nokkra grófa brandara og slatta af eiturlyfjum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9fbo_pQvU7M[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.