Jafnvel þótt haustið sé varla komið – þá er vorið komið á sýningarpöllum um allan heim og Vorlína Dolce&Gabbana 2011 er falleg, stílhrein og kvenleg.
Hvítt er algjörlega allsráðandi og megum við því búast við hvítu vori. Svart fær þó að vera með ásamt hlébarðamynstri sem verður heitara með hverju sísoni.
Blúndurnar halda áfram sínu striki og gróf rómantísk blómamynstur sjást líka á pallinum. Dolce&Gabbana býður uppá allar síddir á kjólum og pilsum næsta vor en þó er stutt mest áberandi. Mér finnst einstaklega flott hvernig þeir blanda saman hvítri blúndu og hlébarðamynstri. Hefði ekki ímyndað mér að það kæmi vel út en ég er mjög hrifin af því.
Dolce&Gabbana stendur alltaf fyrir sínu * Smelltu til að stækka og skoða…
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.