Hærri skattar, matarinnkaup hækka, lækkun barnameðlags.. er nokkuð skrýtið manni fari að dreyma um flutninga erlendis…?
…sá þessa fallegu stílhreinu íbúð til sölu en hana er að finna í fallegri borg í Svíþjóð.
Gamaldags eldstæði til að kveikja upp í vetrarkvöldum, fataherbergi, hvítt parkett, antík kristalsljósakrónur sem hanga úr loftum ævintýralega fallegt.
En til að svara spurningu sem ég er ansi oft spurð að -nei ég er ekkert að fara að láta mig hverfa af landi. Er alsæl á Íslandi. Slekk frekar á sjónvarpinu þegar ég fæ nóg af fréttunum, fæ mér góða bók að lesa eða býð vinum heim sem er ávísun á skemmtilegt kvöld -en engu að síður er alltaf að láta hugann reika… og dreyma!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.