Þegar Heidi Klum og kærasti hennar til átján mánaða, Martin Kirsten, hættu skyndilega saman í janúar á þessu ári klóruðu aðdáendur þeirra sér í hausnum. „Þau eru ennþá góðir vinir,“ sagði heimildarmaður náinn þeim við People á þeim tíma.
En vinur Kirsten hafði allt aðra sögu að segja við RadarOnline.com.
„Martin endaði sambandið vegna þess að hann var orðinn mjög þreyttur á Heidi,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að þegar Heidi vann að sínum verkefnum sá Martin um börn hennar og Seal, þau Leni, 10 ára, Henri, 8 ára, Johan, 7 ára, og Lou 4 ára, sex daga vikunnar.
„Hann fór úr góðu starfi í það að vera Herra Mamma. Hann gerði allt fyrir börnin, skutlaði þeim í skólann í það að koma þeim í rúmið á kvöldin. Hann elskaði börnin en þetta var of mikið fyrir hann,“ sagði heimildarmaður.
„Þegar Kirsten sleit sambandinu brotnaði Heidi niður. Honum fannst hún yndisleg manneskja en hún var aldrei heima. Hún tók vinnuna og það sem hún vann sér inn framyfir hann og börnin. Hann varð að gera það sem var best fyrir hann og enda sambandið.“
„Í dag er Kirsten niðurbrotinn maður. Hann gerir ekkert annað en að tala um hana. Hann veit hinsvegar að hann gerði rétt.“
Á meðan Kirsten er ennþá á lausu er ekki hægt að segja sömu sögu um Klum en hún sást nýlega með listaverkasalanum, Vito Schnabel, bæði í Mexíkó og New York.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.