Ég var að fara yfir vorlínurnar frá öllum helstu tískuhúsunum í leit að því nýjasta og ferskasta en varð því miður fyrir miklum vonbrigðum yfir endurtekningum í beigelitum efnum og beinum sniðum…
EN…mér tókst þó að finna nokkra ofurferska og flotta gullmola frá Balmain, Matthew Williamson og Proenza Shouler en þessi tískuhús hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Og þú ferð varla inn í þá high-street verslun sem ekki sækja innblástur til þessarra snillinga, Zara, Top Shop, All Saints og Oasis eiga örugglega eftir að láta þessa fersku vinda blása um sínar verslanir í vor og ég get ekki sagt annað en að mig hlakki til.
Áfram verður áhersla lögð á axlirnar, oddhvassar axlir, axlir með hermannadúskum og semalíusteinum og er “axlagóður” jakki algjört must have i vor, rétt eins og marglitir “tye dye” eða dýramynstraðir kjólar og bolir, þröngar leðurbuxur eða snjóþvegnar og sjúskaðar gallabuxur.
Í vor er leyfilegt að vera sjúskuð, hárið á að vera náttúrulegt, ógreitt og pínulítið úfið eða liðað og förðunin í lágmarki.
Takið eftir skónum hjá Matthew Williamson, einstaklega krúttlega töff með slaufum , þó maður þurfi sennilega á námskeið að halda til að læra ganga á þeim eins og svo mörgum skóm sem eru í tísku um þessar mundir með himinháum hælum..
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.