Um daginn fékk ég fyrirspurn um það hvernig best sé að nota sólarpúður- og hvort nota megi kinnalit með.
Sólarpúður gerir andlitið hlýlegra, húðina oft fallegri og bætir við ljóma og meiri skyggingum.
Margar tegundir af sólarpúðri eru fáanlegar og þær algengustu eru í púður- og kremformi. Persónulega finnst mér matt sólarpúður betra þar sem það gerir manni auðveldara fyrir í skyggingum en sanserað sólarpúður getur líka verið æði. Passið bara að húðin líti út fyrir að vera heilbrigð og ljómandi en ekki “skítug”.
Góð þumalputtaregla er að setja sólarpúðrið þar sem sólin skín náttúrulega á andlitið:
- Á kinnbein/til skyggingar
- Fyrir ofan augnbein/á hliðar ennis
- Á kjálka
- Á neðrihluta höku
- Meðfram nefi
Byrjið með minna og aukið svo magnið heldur en að nota of mikið til að byrja með. Ef þið lendið í því er þó hægt að taka svamp/púða og draga úr því.
Það er svo ekkert mál að nota kinnalit með þar sem að hann fer ekki á sama stað á andlitinu. Munið þó aftur að minna er meira. Takið smá kinnalit í bursta og setjið á “eplin” á kinnunum. Til að finna rétta staðinn, brostu bara og það eru þeir hlutar kinnanna sem standa út 🙂
Prófaðu þessa aðferð sjálf með þínu uppáhaldssólarpúðri og kinnalit!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com