Gerviaugnhár gefa hvaða förðun sem er meiri glamúr, þau eru algjörlega punkturinn yfir i-ið. Mörgum finnst þau vera of áberandi og sumar konur eru jafnvel hræddar við að nota þau en það er hægt að finna augnhár sem henta öllum!
Hægt er að fá þau í öllum stærðum og gerðum, heil, hálf eða stök. Til eru margar flottar tegundir en þau fást í öllum förðunarbúðum og einnig í Hagkaup og apótekum.
Hér eru nokkrir góðir punktar sem ég er búin að taka saman um hvernig er best að setja þau á sig, því að það getur verið vandasamt, en er ekkert mál ef maður kann réttu brögðin!
- Best er að byrja á að mæla augnhárin við augnháralínuna, sjá hvort þau séu nokkuð of löng. Ef þau eru of löng þá klippir maður af ytri endanum.
- Plokkari er besti vinur þinn þegar þú ætlar að setja á þig gerviaugnhár! þú tekur augnhárin upp á hann og notar hann til að setja þau á. Miklu betra en að nota puttana.
- Best er að horfa niður í spegil, þá sérðu augnháralínuna betur
- Taktu augnhárin upp í miðjunni, límdu miðjuna fyrst á og taktu svo endana og settu þá þar sem þeir eiga að vera
- Bíddu í 20-30 sek eftir að þú hefur sett límið á og áður en þú setur augnhárin á þig, þá er límið ekki eins blautt og augnhárin festast betur
- Augnhár sem eru með þykkri línu (línan sem límið fer á) eru erfiðari í ásetningu heldur en þau sem eru með þynnri línu
- Mér finnst best að setja maskara eftir að ég hef sett augnhárin. Þá er auðveldara að blanda þínum eigin augnhárum við þau fölsku. Það er einnig hægt að setja maskarann áður.
- Það fylgir oftast lím í pakkanum en besta límið til að nota heitir Duo, ég nota alltaf hvíta límið en það þornar glært. Það er líka hægt að fá það í svörtu.
Hér er myndband sem ég fann um hvernig gott er að setja augnhár. Hún byrjar að tala um ásetningu augnháranna á mínútu 1.35
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=-jigicP1Qvo[/youtube]
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup