…eins og hann er?
Við erum flestar alltaf að vandræðast allt of mikið með líkamann okkar. Gagnrýna hann og finna að honum. Þessari elsku sem samt hefur gert okkur svo margt gott: Við borðum góðan mat, dönsum, elskumst, hlaupum og göngum með barn.
Allt þetta og mikið fleira býður fíni líkaminn upp á -og samt erum við einhvernveginn alltaf að skamma hann?!
Hvernig væri að taka ekki nema einn dag þar sem við einbeitum okkur að því að elska líkamann og gagnrýnum hann ekki neitt? Vera bara þakklátar fyrir hann, enda værum við nú ekki mikið án hans.
Og miðum okkur heldur ekki við annað en okkur sjálfar. Það er algjör klikkun að miða líkamann sinn við líkama annarar konu. Alveg eins og það er klikkun að miða eigið líf við líf annara.
Hver og ein eigum við okkar eigin sögu, okkar eigið líf. Þær eru ólíkar orsakirnar og afleiðingarnar sem komu okkur þangað sem við erum i dag.
Og líkaminn sem guð gaf okkur er eins og hann er af því svona eigum við að vera. Þetta eru genin. Þetta er ég. Takk fyrir það…
Miðum okkur ekki við annað kvenfólk og látum okkur þykja vænt um góða líkamann okkar -þá verður dagurinn mikið betri og lífið skemmtilegra!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.