[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=38nmtbzYvT0[/youtube]
Það er ekkert erfitt að breyta mataræðinu, málið er bara að velja rétt! Hér leiðir Jillian Michaels úr “The Biggest Looser”þáttunum, riglaða neytendur í gegnum valkostina.
Frábærar leiðbeiningar…. og mundu að þvi fleiri ávexti og meira grænmeti sem þú borðar, því minni líkur eru á að þú sitjir uppi með allskonar sjúkdóma, hrukkur og vitleysu.
Sjálf mæli ég 1000 sinnum með því að þú stökkvir út í búð á eftir til að kaupa nýjar, íslenskar gulrætur. Þær eru algjör sælgæti þessa dagana, nýuppteknar og góðar og beta karótínið hefur æðisleg áhrif á litarhaftið. Þú verður brún og sælleg af gulrótum.
Ég er með poka á skrifborðinu og japla á þessu eins og hamingjusöm kanína.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.