Hver er tilgangur lífsins? Þegar stórt er spurt… ?

Hver er tilgangur lífsins? Þegar stórt er spurt… ?

gamlakonaHver er tilgangur lífsins? Þessi spurning hefur svo mörg og ólík svör, hver og einn skilgreinir sinn tilgang.

Tilgangurinn gæti verið að fjölga sér, að finna hamingjuna, sinna fjölskyldu og vinum; gera góðverk, hafa metnað í vinnu, að kynnast ólíkum menningarheimum og svo mætti lengi telja.

Tilgangurinn: Í mínum huga er tilgangur lífsins ekki eitt atriði.

Mín sýn er sú að tilgangur lífsins sé að geta verið ánægð með sitt líf og ákvarðanir þegar maður er kominn á efri ár og lítur til baka yfir farin veg.

Kannist þið ekki við einhvern sem er kominn á aldur og er sífellt bitur og gefur lítið af sér? Það mun ekki vera ég!

Ég vil vera ánægð gömul kona

Undarlegt að segja það en mér finnst þetta útskýra svo margt og um leið finnst mér þetta gott mottó að lifa eftir.

Það eru nokkrar leiðir sem ég held að geti hjálpað mér að verða sátt í ellinni.

__________________________________________________

Að búa til góðar og áhugaverðar minningar

Að vera ekki sífellt á hlaupum

Að njóta augnabliksins

Að elta draumana

Að gera mitt allra besta í uppeldi barnanna

Að segja það sem mér býr í brjósti

Að taka áhættur

Að elska og vera elskuð til baka

lesa_kisa_slaka

Að láta ekki koma illa fram við mig og standa á mínu

Að vera góð manneskja

Að koma vel fram við alla sem á vegi mínum verða

happyoldgals

Að finna mér vinnu sem veitir ánægju

Að gera mitt allra besta í því sem ég tek mér fyrir hendur

Að rækta samband mitt við fjölskyldu, vini, maka og börn

Að vera mín eigin besta vinkona

happhappyhappy

Vonandi tekst mér þetta!

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest