Sólveig Eiríksdóttir er öllum kunn á Íslandi, eða allavega næstum því öllum enda köllum við hana yfirleitt bara Sollu. Hún er konan sem kom heilsufæði á kortið hjá Íslendingum og gerði okkur endanlega ljóst að allt er vænt sem vel er grænt.
Solla uppgötvaði að hollt mataræði væri undirstaða góðrar heilsu þegar hún læknaði sjálfa sig af frjókornaofnæmi fyrir ótal mörgum árum. Hún hefur orðið ástfangin af poppstjörnu, langar í Landrover og veit hvað pör eiga ekki að gera.
Svo á hún 4996 vini á Facebook sem vita eflaust ekkert af þessu…
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? – Ég sofna venjulega um leið og kollurinn snertir koddann.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? – Fara til Kaliforníu og taka þátt í: Hot chefs, Cool kitchen – þar sem lífrænir hráfæðikokkar sína listir sínar.
Hefurðu séð draug? – Rekst annað veifið á fortíðardrauga.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? – Já, Hrúta.
Í hvaða merki ert þú? – Voginni.
Áttu uppáhalds hönnuð? – Custo Barcelona og Spakmannsspjarirnar.
Flottasta kvenfyrirmyndin? – Mamma mín.
Uppáhals tímasóunin? – Alt for damerne.
Hvernig bíl langar þig í? Gamaldags Land Rover.
Vertu kærleiksrík + heiðarleg í hugsun og verki það sem eftir lifir dags.
Nefndu mér fimm uppáhalds bíómyndirnar þínar:
– My beautiful laundrette.
– Children of Paradise (Les Enfants du Paradis).
– Il postino.
– The good, the bad and the ugly.
– Crazy sexy cancer.
– Life Is Beautiful (La vita è bella).
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? – Já, David Cassidy.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? – Opna sig of mikið um gamla sjénsa í byrjun sambands.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? – Leika mér í eldhúsinu með allskonar lífrænt heilsunördahráefni og búa til uppskriftir.
En erfiðast? – Alltaf matarlykt af öllum fötum og hárinu.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? – Lífrænn garðyrkubóndi.
Hvað ertu að fara að gera á eftir? – Passa ömmustrákinn Gústa.
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? – Ég var að reyna að ganga í augun á sætasta stráknum í bekknum í 1.bekk í gaggó, hann var kommúnisti og ég sendi honum miða sem umsjónakennarinn náði og las upp fyrir allan bekkinn: Öryrkjar allara landa sameinist!!
Hvernig langar þig að verða sem gömul kona? – Eins og mamma mín – húmoristi sem ræktar lífrænt grænmeti og norska skógarketti.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Byrjaðu daginn á 1 glasi af grænum djús, smyrðu kókosolíu á hrukkurnar og vertu kærleiksrík + heiðarleg í hugsun og verki það sem eftir lifir dags. Endurtakist daglega út lífið”¨*•.¸¸☼
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.