Ég fann þessa skemmtilegu mynd af Shawn Corey Carter í London árið 1988. Shawn betur þekktur sem Jay-Z er einungis 19. ára gamall þegar myndin er tekin, hún sat í mér og fékk mig til að hugsa til baka.
Það getur verið skemmtilegt að horfa um öxl og pæla í hvernig maður sá fyrir sér framtíðina og bera það svo saman við nútímann. Ætli ungi maðurinn á þesari mynd hér fyrir ofan hafi séð fyrir sér að hann yrði einn af stórlöxum tónlistarbransans, að hann myndi giftast einni af vinsælustu R&B söngkonum heimsins Beyonce og eignast með henni gullfallega dóttir, eiga fatalínuna Rocawear, plötuútgáfur, pródúsera bíómyndir eins og “The Great Gatsby… og að hvert einasta lag sem hann kæmi nálægt skytist upp á öllum topplistum nær og fær.
Jay er einnig stofnandi Roc Nation Sports sem er umboðsskrifstofa fyrir íþróttamenn/konur, hann er jafnframt vottaður NBA og MLB íþróttaumboðsmaður sem gefur honum leyfi til að fara á leiki hjá liðum og finna upprennandi íþróttafólk.
Jay-Z er einn af tekjuhæðstu og efnuðust röppurum sem hafa lifað hér á jörð. Árið 2012 áætlað tekjutímaritið Forbes að Jay væri metin á næstum 500 milljónir $dollara$. Sem er ekkert skrítið þar sem að kauði hefur gefið út þónokkrar plötur sem eru með þeim mest seldu í heiminum, hann hefur selt meira en 75 milljónir platna um allann heim. Jay-Z hefur einnig hlotið sautján Grammy verðlaun fyrir tónlistina sína OG hann hlaut 1.sæti á lista MTV tónlistarstöðvarinnar fyrir The Greatest MCs of All-Time.
Semsagt besti rappari allra tíma!
Rolling Stone Magazine valdi ekki eina heldur þrjár af plötunum hans á listann þeirra yfir 500 bestu plötur sem gefnar hafa verið út. Plöturnar á listanum frá Jay-Z eru Reasonable Doubt frá árinu 1996, The Blueprint frá árinu 2001 og The Black Album sem gefin var út 2003. Rolling Stone Magazine valdi hann einnig í 88. sæti yfir bestu tónlistarmenn allra tíma.
En nóg um það, ég ætla að kíkja aðeins á fortíð mannsins, segja frá því hvaðan hann kom og hvar hann ólst upp snillingurinn Shawn Corey Carter A.K.A Jay Z .
Jay ólst upp í fátæktarhverfi í Brooklyn sem er kallað Marcy Houses.
Hann ólst upp hjá móður sinni Gloriu Carter ásamt þremur systkynum sínum. Gloria hefur haft orð á því að sonurinn byrjaði snemma að sýna mikinn áhuga á tónlist, hann átti til að vekja systkini sín um miðjar nætur með látum, trommaði svo mikið á eldhúsborðið að hann vakti alla í íbúðinni.
Gloria gaf honum “Boom Box” í afmælisgjöf eitt árið sem ýtti ennþá meira undir tónlistaráhugann. Jay byrjaði að “free-stæla”, skrifa texta og fylgjast grannt með frægum tónlistarmönnum á þeim tíma. Í hverfinu sínu varð hann þekktur undir nafninu “Jazzy” en nafnið þróaðist seinna yfir í Jay-Z.
Nafnið Jay-Z kemur að hluta frá J/Z subway sem er lestarstöð í gamla hverfinu hans í Brooklyn. Hann leit einnig mikið upp til rappara sem var kallaður Jaz O. Með því að mixa þessum nöfnum ágætlega saman er ekki erfitt að fá nafnið Jay-Z. Tónlistarmaðurinn tilkynnti það þann 18. Júlí 2013 að hann væri hættur að notast við bandstikið á milli Jay og Z, nú kýs hann að nafnið hans sé skrifað Jay Z.
Ef eitthvað er að marka textana sem Jay hefur samið í gegnum tíðina vil kappinn meina að hann hafi skotið bróðir sinn í öxlina árið 1982 fyrir það að stela frá honum skartgripum. Jay segir einnig frá því í einum af textunum sínum að hann hafi sjálfur verið skotinn þrisvar sinnum á lífsleiðinni. Ég sá einu sinni heimildarmynd um Jay Z sem var afar áhugaverð og sagði vel frá því hvernig hann braust út úr gettóinu. Í myndinni sagði hann frá því að hann hafi fjármagnað tónlistina sína með því að selja krakk. How do you like them apples?
Timberland vill meina það að ef Aaliyah væri enn á lífi þá væri hún í eiginkona Jay í dag en ekki Queen B.
Jay gekk í skóla með tvem öðrum þekktum röppurum The Notorious B.I.G og Busta rymes en Jay Z kláraði aldrei “High School”. Timberland góðvinur Jay Z hefur haft orð á því að fallega Aaliyah heitin væri konan hans Jay Z í dag ef hún hefði ekki látist í flugslysi rétt eftir að tökum á myndinni “Queen Of The Damned” lauk hér um árið. Jay Z og Aaliyah voru mjög náin og hann tók því mjög nærri sér þegr hún lést.
Blessuð sé minning hennar.
Jay Z er frábært dæmi um einbeittann og framúrskarandi einstakling sem lætur ekkert stoppa sig og heldur sífellt áfram að toppa sig, hann er heldur betur búinn að láta drauma sína rætast og mun meira en það. Ég hef hlustað á músíkina hans frá því að ég var 12 ára og mæli eindregið með því að gefa sér tíma í að hlusta aðeins á gott hip hop. Gamla hip hoppið er hrein og bein ljóðalist og það mætti kalla þessa eldri rappara hálfgerða sögumenn. Þeir lýsa fyrir hlustendum sínum atburðum úr eigin lífi, ástinni, jafnvel pólitík og nánast bara hvað sem er.
Fyrir þau sem hafa meiri áhuga á að kynna sér Jay Z og söguna á bakvið manninn mæli ég með að kíkja á heimildarmynd sem BBC gerði og heitir “He Came, He SAw, He Conquered”. Forbes gerði einnig þátt um hann á sínum tíma sem var sjónvarpað. Það má finna ýmiss viðtöl við hann á youtube, mæli eindregið með því að skoða hann aðeins. Enda mjög áhugaverður maður. Svo skemmir ekki fyrir að hann hafi krækt sér í “Queen B”, að mínu mati eru þau eitt af flottustu POWER pörum allra tíma 🙂
Hér má sjá viðtal við Jay Z sem Elliott Wilson tók, Elliott er þekktur Bandarískur blaðamaður og stofnandi vefsíðunnar rapradar.com og fyrrum ritstjór XXL tímaritsins.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Wc900jur8ZI[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.