Selmu Björns þekkja allir – hún er leikstjóri, leikkona, söngkona, dansari og tveggja barna móðir svo fátt eitt sé nefnt.
Selma heldur upp á bæði Birtu og Andreu, hún hangir stundum í tölvunni og hennar helsta fyrirmynd er mamma en þessa dagana er hún þó uppteknust við að leikstýra Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu, sem margir bíða spenntir eftir að sjá.
Selma….
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Það er mjög misjafnt. Yfirleitt sofna ég nokkuð fljótt en ef ég er til dæmis að vinna við stórt verkefni þá á svefninn það til að fara í algjört rugl í einhvern tíma því það er erfitt að róa hugann.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? Að leika í Húsmóðurinni í Borgarleikhúsinu. Stökk inn í sýninguna í vikunni fyrir Nínu Dögg vinkonu mína og get ekki beðið eftir næstu sýningu, þetta er svo mikið fjör.
Hefurðu séð draug? Nei, en mamma mín hefur séð marga. Langar ekkert sérstaklega til að hitta draug en ég elska draugamyndir.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það?Æi, ég pæli ekki mikið í því hvaða merkjum fólk er.
Í hvaða merki ert þú? Ég tvíburi.
Áttu uppáhalds hönnuð? Já, ég á marga uppáhalds til dæmis Maríu Ólafs, Filippíu, Birtu, Andreu og Inga hjá Sign og fleiri og fleiri og fleiri…
Flottasta kvenfyrirmyndin? Ég er svo lánsöm að hafa fullt af kvenfyrirmyndum í kringum mig, á eftir mömmu koma systur mínar, vinkonur og kollegar.
Njótið hverrar mínútu. Við lifum svo stutt en erum dáin svo lengi.
Uppáhalds tímasóunin? Tölvan…úff.
Hvernig bíl langar þig í? Mig langar og vantar bíl sem bilar ekki og er ódýr í rekstri…anyone….hjálp?
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Á eftir er ég að fara að drekka kaffi, borða súkkulaði og horfa á DVD mynd undir sæng. Hlakka mikið til.
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? Ó já, gleymi því aldrei þegar ég datt fyrir framan fullt Háskólabíó á frumsýningu á föstudagskvöldi. Það dó eitthvað inn í mér og ég varð fjólublá í framan. Ekki hjálpaði til að vinkona mín öskraði úr hlátri og ætlaði aldrei að hætta….takk Björk!
Hvernig langar þig að verða sem gömul kona? Heilsuhraust, jákvæð og hamingjusöm, syngjandi, dansandi tangó og salsa og að ferðast um heimsins höf með ástinni minni og börnum.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Njótið hverrar mínútu. Við lifum svo stutt en erum dáin svo lengi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.