Það kannast ótal margir við Óla Hjört Ólafsson enda er hann einstaklega geðgóður og hýr á brún og brá. Ávallt í góðu skapi og manna geðþekkastur.
Óli Hjörtur rak lengi vel skemmtistaðinn Q-bar (þar sem nú er danska kráin) en Óli hefur líka unnið á Prikinu og Fréttablaðinu svo fátt eitt sé nefnt en síðasta vetur lagði hann stund á nám í kvikmyndagerð. Óli á 1636 vini á Facebook sem vita eflaust ekki allir þetta:
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Ég á frekar auðvelt með að sofna satt að segja.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? “Reif í Rassinn“., dansiball sem ég er að skipuleggja á Faktory á Gay Pride og síðan er ég að fara á “Burning Man Festival” 29 ágúst í
Bandaríkjunum. Ágúst mánuður verður geðveikur hjá mér!
Hefurðu séð draug? Nokkuð viss nei.
Mér finnst Páll Óskar Hjálmtýrsson flott fyrirmynd. Ég sá hann taka á móti Mannréttindaverðlaunum Samtakanna 78 á opnunarhátíð Gay Prides nýlega og ég var einstaklega hrærður.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Ég myndi segja að ég þekki rosalega marga í vatnsberamerkinu. Eiginlega allir bestu vinir mínir eru í því merki.
Í hvaða merki ert þú? Heyrðu, tjallinn er vog.
Áttu uppáhalds hönnuð? Ekki hönnuð beint en nýjasta nýtt hjá mér er “Folk Clothing” fatamerkið sem er einfaldlega geðveikt merki að mínu mati. Annars er ég rosalega skotinn í Vivienne Westwood þrátt fyrir það að eiga enga flík frá henni. Einn dag gott fólk, einn dag.
Flottasta fyrirmyndin? Mér finnst Páll Óskar Hjálmtýrsson flott fyrirmynd. Ég sá hann taka á móti Mannréttindaverðlaunum Samtakanna 78 á opnunarhátíð Gay Prides nýlega og ég var einstaklega hrærður.
Uppáhalds tímasóunin? Að liggja uppí rúmi og horfa á einhverja mynd.
Hvernig bíl langar þig í? Ég væri til í jeppa satt að segja. Ekki einhvern ákveðinn jeppa, bara flottan jeppa. En það verður mjög langt í að ég kaupi mér bíl.
Nefndu mér fimm uppáhalds bíómyndirnar þínar: Úúfff. erfið. Á svo mikið af uppáhaldsmyndum en reynum (í engri sérstakri röð):
1. Beetlejuice eftir Tim Burton
2. Kiss Kiss Bang Bang eftir Shane Black
3. The Goonies eftir Richard Donner
4. Sunset Boulevard eftir Billy Wilder
5. After Hours eftir Martin Scorsese.
Mig langar líka bæta inn einni mynd sem ég elska en það er bresk mynd frá árinu 1963 sem heitir “The Servant” og er með hinum sáluga DIrk
Bogarde í aðalhlutverki. Frábær mynd í alla staði.
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Já mar. Stevie Nicks!
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Að tala ekki nógu mikið saman og vera ekki nógu hreinskilinn við hvort annað.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Undirbúa Reif í Rassinn og plana USA ferðina mína.
En erfiðast? Að hringja leiðinleg símtöl.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Leikstjóri. Það er á leiðinni 🙂
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Hitta vini mína og er að spá í að sjá myndina “Howl” i Bíóparadís.
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? Ekki beint vandræðalegt en mjög asnalegt móment þegar ég var 14 ára og laug að fullt af krökkum að ég gæti talað við dáið fólk, væri skyggn. Seinna meir fóru þau að trúa mér þegar ég lék hinar og þessar frægu látnu manneskjur og þau væru að “channella” í gegnum mig. Þetta var alveg fimm tíma gott skaup sem ég skammast mín nett fyrir í dag.
Hvernig langar þig að verða sem gamall maður? Mig langar að eiga stóra jörð einhvers staðar út á landi og hafa það frábært.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Verið þið nú góð við hvort annað lömbin mín í guðanna bænum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.