Jóhanna Methúsalemsdóttir er konan á bak við skartgripalínuna Kria Jewlery sem á sívaxandi vinsældum að fagna enda verulega fallegir skartgripir.
Jóhanna flutti til New York fyrir meira en tuttugu árum og hefur búið þar æ síðan. Tilurð Kríu skartgripalínunnar varð á Íslandi árið 2006 þegar hún fann höfðukúpu úr samnefndum fugli á svartri strönd. Þá hófst vinna með gull, bein, leður og fleiri “element” úr náttúrunni.
Jóhanna á tvær dætur, margar vinkonur, pabba með sérstakt nafn og er ástfangin af poppstjörnu. Henni finnst líka erfitt að vera ein í París…
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Ég á frekar auðvelt með að sofna…..reyni að láta sem minnst stressa mig og trufla svefninn.
Hvert er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? 2011 Nordic Fashion Biennale…allavega hjá Kríu en annars bara halda ótauð áfram með bros á vör og bjartsýni í huga….svo auðvitað sumarfríið með fjölskyldunni.
Hefurðu séð draug? Nei, ég hef ekki séð draug en hef fundið fyrir þeim og heyrt í þeim.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Já, þekki margar meyjur.
Í hvaða merki ert þú? Naut.
Áttu uppáhalds hönnuð? Alexander McQuenn.
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Já Paul, maðurinn minn, syngur og spilar trommur og ég er yfir mig ástfanginn.
Flottasta kvenfyrirmyndin? Allar mínar vinkonur og dætur mínar!
Uppáhalds tímasóunin? Að góna út í loftið og gera akkúrat ekkert.
Hvernig bíl langar þig í? Við fengum bíl gefins frá ömmu hans Paul þannig að ég er góð í bili, svona frekar ryðgaðan Hyundai en hann svínvirkar. Annars væri ég alveg tíl í hybrid bíl…betra fyrir umhverfið.
Nefndu mér fimm uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Crocker
- Taxi Driver
- Paris Texas
- Warriors
- Fantastic Planet
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Já Paul, maðurinn minn, syngur og spilar trommur og ég er yfir mig ástfanginn.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Gleyma að þau eru tvær persónur. Gleyma líka að maður á að elska án skilyrða og að leyfa makanum að njóta sín eins og hann er en ekki reyna að ráðskast með hann eins og smábarn. Þetta gengur í báðar áttir.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Hanna nýtt dót og plana Nordic Bienale og auðvitað að leika í sólinni með fólkinu mínu!
En erfiðast? Stundum finnst mér erfitt að finna jafnvægi og horfa á frumburðinn vaxa úr grasi og eyða sumrinu ein í París.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Ekki alveg viss…..kanski vera söngkona? ;))
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Ég er að fara á Savage Beauty sýninguna í Metropolitan Museum Of Art.
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? Já vandæðalegt var það þegar ég var að borða á kaffistofunni á Borginni og sonur yfirkonu minnar byrjaði að lýsa í smáatriðum hvað honum fannst stelpan í Pepsi auglýsingunni ljót, með skelfilegar hrossatenntur… Hann var algjörlega ómeðvitaður um að það var ég………(reyndar var þetta kannski vandræðalegra fyrir hann en ég óskaði þess að gólfið myndi gleypa mig á staðnum.)
Hvernig langar þig að verða sem gömul kona? Mig langar að verða bjartsýn, heilbrigð og hamingjusöm og í stuði!
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Lead By Example.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.