Við pjattrófur hófum nýjan lið á síðu okkar um daginn sem nefnist “Hver er…”
Hér fáum við að kynnast áhugaverðum konum lítillega, fá kannski einhver gullin ráð hjá þeim og smá innsýn í þeirra líf.
Að þessu sinni sat Emilía Benedikta Gísladóttir dansari hjá Íslenska Dansflokknum fyrir svörum.
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Ég sofna yfirleitt mjög auðveldlega en lendi auðvitað í því eins og flestir að vera andvaka af og til.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? Ég er farin að hlakka til að fara í vinnuna aftur eftir langt og gott sumarfrí. Það er alltaf eitthvað spennandi um að vera í vinnunni minni – ég er dansari hjá Íslenska dansflokknum.
Hefurðu séð draug? Nei. En mér finnst ég stundum finna fyrir fólki sem ég sé ekki.
Í hvaða merki ert þú? Ég er tvíburi.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Það er mjög mikið af tvíburum og vogum í kringum mig.
Áttu uppáhalds hönnuð? Ég hef gaman að því að fylgjast með íslensku hönnuðunum. EYGLÓ og Babett eru í uppáhaldi. En í augnablikinu langar mig rosalega í skó frá Chie Mihara. Skórnir eru hannaðir með það í huga að þeir eiga að vera þægilegir, “Beauty is pain” er úrelt. Skórnir mínir þurfa að vera þægilegir og svo auðvitað líka sjúklega flottir. Henni tekst að sameina þetta svo vel.
Flottasta kvenfyrirmyndin? Mamma.
Uppáhals tímasóunin? Ætli ég verði ekki að segja Facebook.
Hvernig bíl langar þig í? Rafmagnsbíl.
Mér finnst gott að reyna að hugsa alltaf jákvætt og vera þakklát. Ef ég er döpur þá byrja ég oft á því að þakka fyrir allt stórt og smátt í mínu lífi og þá fer mér undantekningarlaust alltaf að líða miklu betur. Það er markmið að reyna að vera alltaf besta útgáfan að sjálfri sér, ögra sér og taka áhættur, því maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.
Nefndu mér fimm uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Eternal Sunshine of the Spotless Mind
- Notebook,
- Dirty dancing,
- Life is beautiful,
- Little miss sunshine
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Nei, aldrei.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Stór spurning. Er ekki með svarið við henni. Samt merkilegt hvað gott knús getur lagað margt.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Það sem er svo skemmtilegt við mína vinnu er að hún er svo fjölbreytt, enginn vinnudagur eins. Við vinnum oftast með mismunandi danshöfundum við hverja uppsetningu. Þeir eru allir með ólíka stíla og áherslur og við erum því alltaf að læra eitthvað nýtt.
En erfiðast? Það er oft mikið álag á okkur líkamlega og andlega í kringum sýningar. Ég er alltaf öll út úr marblettum og brunasárum með stífa vöðva og svo fylgir oftast eitthvað smá drama með þegar fer að nálgast frumsýningu. En þetta er bara partur af programmet og það væri ekkert gaman að vinna í stress- og álagslausri vinnu.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Ætli ég myndi ekki bara vilja vera atvinnukona í fótbolta eða frjálsum.
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Fara í freyðibað 😉
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? Ég man þegar ég mætti á diskótek í hvítum nærfötum undir ljósgráum kjólnum mínum og ég reiknaði ekki alveg með því að flúorljósin yrðu svona sterk. Góð vinkona mín sem var í svörtum nærfötum fór með mér inn á klósett og við bíttuðum
Hvernig langar þig að verða sem gömul kona? Mig langar að vera sátt og ánægð með þær leiðir sem ég valdi í lífinu.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Mér finnst gott að reyna að hugsa alltaf jákvætt og vera þakklát. Ef ég er döpur þá byrja ég oft á því að þakka fyrir allt stórt og smátt í mínu lífi og þá fer mér undantekningarlaust alltaf að líða miklu betur. Það er markmið að reyna að vera alltaf besta útgáfan að sjálfri sér, ögra sér og taka áhættur, því maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.