Ásgrímur Már Friðriksson hefur fyrir löngu getið sér gott orð fyrir hönnunarhæfileika og smekkvísi. Meðal annars sá hann um að hanna útlit Silvíu Nætur á sínum tíma en nú hefur hann tekið að sér þáttastjórnun í Nýtt Útlit á Skjá einum ásamt Hafdísi Ingu Hinriksdóttur og Jónu Björg Christienssen.
Ási á 1206 vini á Facebook sem vita fæstir þetta….
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Hef alltaf átt erfitt með að fara að sofa en er kominn með skothelt plan, hljóðbækur. Hef reyndar ekkert á móti andvöku nóttum, maður fær oft bestu hugmyndirnar en ef ég verð að sofna snemma, þá hlusta ég hljóbækur og er oftast rotaður eftir fimm.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? Að flytja inn í nýju íbúðina sem ég var að kaupa og svo auðvitað að stjórna Nýju Útliti.
Hefurðu séð draug? Ég er nokkuð viss um að ég hafi séð einn einu sinni, einmitt eina andvöku nótt. Ég labbði niður ganginn og tók snögga beygju inní eldhús og mér fanst ég labba í gegnum einn.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Já, ég þekki nokkra sporðdreka og meira að segja besti vinurinn minn, hún Rósa Ísfeld söngkona- sem er merkilegt af því sporðdrekar eiga ekki að geta verið vinir.
Í hvaða merki ert þú? Sporðdreki.
Áttu uppáhalds hönnuð? Já, ég elska Givenchy!
Flottasta fyrirmyndin? Vigdís Finnbogadóttir.
Uppáhals tímasóunin? Video og bíó. Ég á orðið alltof mikið af DVD, það mætti halda að ég væri að reyna að byggja mér hús úr þeim.
Hvaða 5 hluti tækirðu með á eyðieyjuna?
- Andreu Jóns
- DJ græjur
- Veiðistöng
- Gám af hvítvínu
- …og Rósu.
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Haha, fannst Skin í Skunk Anansie voða heit þegar ég var táningur!
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Væri til í að sleppa þessari.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Hitta og kynnast öllu þessu fólki.
En erfiðast? Að hafa ekki tíma fyrir mikið annað en vinnu.
Hvaða kaffihúsi eða veitingastað í borginni myndirðu mæla með? Sushi smiðjan, besti staður til að borða fisk er klárlega við höfnina.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Dagskrástjóri á RÚV. Þar nú klárlega að hressa aðeins uppá þá stöð.
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Búinn að vera með Call-Back fyrir erlenda auglýsingu, þannig ég ætla að kaupa mér enn eina DVD myndina og slappa af.
Hvernig bíl langar þig í? Chevrolet Corvette frá ´69.
Nefndu mér 5 uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Beetlejuice
- All about Eve
- Rear Window
- Sunset Blvd
- Single Man
Manstu eftir vandræðalegu atviki sem henti þig á gelgjuskeiðinu? Ég held bara að blessaða gelgjan hafi nú bara verið eitt stórt vandræðalegt atvik.
Hvernig langar þig að verða í ellinni? Hress, hress og aftur hress.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Elskið og virði hvort annað.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.