Arna Sigrún Haraldsdóttir er fatahönnuður sem útskrifaðist úr LHÍ árið 2008. Hún hannar undir eigin nafni og einnig merkinu Sobriquet. Arna Sigrún er ein af stofnendum og eigendum Kiosk á Laugavegi 65 (sem er að mínu mati langflottasta verslunin með íslenskri tískuhönnun í dag).
Arna Sigrún er hæfileikarík og hress stelpa í sambúð með íranum Eohgan (sagt “óen”, of töff nafn til að minnast ekki á það! ) og dóttur hans.
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Ég á mjög auðvelt með að sofna en mér finnst líka gott að hugsa mikið og skrifa ímyndaða lista í höfðinu á mér þegar ég er komin í háttinn. Ég hugsa oft um hvernig ég get leyst tæknileg vandamál í klæðskurði rétt áður en ég fer að sofa og svo dreymir mig lausnina. Stundum virkar hún og stundum ekki.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? Að fá prótótýpur af nýju vörunum mínum í hús.
Hefurðu séð draug? Ekki svo ég viti.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Nei þetta er frekar dreift hjá mér.
Í hvaða merki ert þú? Steingeit eins og Marlene Dietrich. Við eigum líka sama afmælisdag.
Áttu uppáhalds hönnuð? Uppáhaldin mín akkúrat núna eru Sarah Burton (Alexander McQueen) og Riccardo Tisci (Givenchy)
Flottasta kvenfyrirmyndin? Miuccia Prada
Uppáhals tímasóunin? Super Mario!
Hvernig bíl langar þig í? Hvern þann sem eyðir ekki of miklu bensíni.
Ég ætlaði að giftast Stefáni Hilmarssyni þegar ég var 11 ára, svo Billy Idol nokkrum mánuðum seinna.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Að þróa nýjar vörur.
En erfiðast? Að bíða eftir prótótýpunum.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Eitthvað þar sem ég fæ að stjórna og skrifa lista.
Nefndu mér fimm uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Mary Poppins
- Purple Rain
- Rocky Horror
- Beatle Juice
- Disney’s Alice in Wonderland
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Já, ég ætlaði að giftast Stefáni Hilmarssyni þegar ég var 11 ára, svo Billy Idol nokkrum mánuðum seinna.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Ég get ekki svarað fyrir aðra, það er örugglega misjafnt eins og þau eru mörg. Mér finnst mikilvægt að fá tíma til að sakna hvors annars.
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Spila Super Mario!
Hvernig langar þig að verða sem gömul kona? Mig langar að prjóna, baka kökur og bjóða fólki í kaffi.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna? Þó einhver annar hagi sér eins og fáviti gefur það þér ekki leyfi til að haga þér eins og fáviti á móti.
Hönnun Örnu Sigrúnar er á heimasíðu hennar og í versluninni Kiosk.
Við ljúkum þessu með aðal-senunni úr eftirlætismynd Örnu, Purple Rain með Prince:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PJfhGL0F6LE[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.