Ég heyrði af stelpu um daginn sem olli mér áhyggjum en stelpan sú er ein af þeim sem farið hefur offari í ljósabekkjum og brúnkukremum. Platinum ljóska með ámálaðaðar kolsvartar augabrúnir og gervineglur og klæðir sig ávallt mjög “ögrandi”.
Næst á dagskrá hjá henni er að fá sér silikon.
Þó hún sé mjög vel af guði gerð með fallegan og öfundverðan, stinnan barm þá vill hún frekar fá smá fake. Skýringin er sú að hún vill geta verið brjóstahaldaralaus í flegnum kjólum sem eru opnir í bakið.
Þessi stelpa er þó hvorki strippari né klám-fyrirsæta -bara ósköp venjuleg íslensk stelpa.
Mér var því brugðið að heyra þetta, hugsaði um það hvað greyið stelpan hlyti að vera með lélega sjálfsmynd og hversu brenglaðar fyrirmyndir konur hafa stundum í lífinu.
Ég ætla mér samt ekki að dæma þessa stelpu og reyni að virða að smekkur manna er misjafn. Engu að síður er það er mín skoðun að konur þurfa að vita hvar mörkin liggja. Þegar þær ganga of langt þá missa þær “klassan” og þegar sjálfsmat kvenna gengur alfarið út á útlitið þá eiga þær til að tapa sér í megrunum, brúnkukremum, aflitunum og lýtaaðgerðum og á endanum verður útkoman andstæðan við það sem hún átti að vera. Stelpan sem vildi vera falleg klassapía er orðin að gervilegri dræsu.
Eins og Dolly Parton orðaði svo vel:
“It costs a lot of money to look as cheap as I do!”
Eins gaman og ég hef af því að pjatta mig þá vil ég samt minna á að “minna er betra en meira” og að sjálfsöryggi, húmor og gleði er fegurra en allt það sem falt er fyrir peninga 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.