Nú er sumardagurinn fyrsti runninn upp og því fannst mér tilvalið að líta á hvað er nauðsynlegt að eignast fyrir sumarið.
Það eru góðar fréttir að margt er hægt að endurnýta, t.d. eru afklipptar gallastuttbuxur afar heitar, sérstaklega við læra- eða hnéháa sokka og háa platform skó eða bara gömlu góðu Dr Martins.
Einfaldir víðir bolir sem hanga niður af annarri öxlinni með silfurkeðju-hálsmenum og svartur nineties hattur við klikkar heldur ekki.
Slegið hár, náttúruleg förðun og rauður varalitur toppar svo lúkkið.
Allar gerðir af samfestingum, kjólar með einni öxl og blómamynstur eru líka áberandi í sumar.
En svo eru það litirnir sem heilla eftir gráan veturinn og ég setti saman óskalista af því sem ég vil í sumargjöf…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.