Hér er eitthvað fyrir okkur nördin. Vélritunarhraðamælingar á netinu – yesss!
Ég er búin að gera þetta tvisvar og mælist með yfir 80 orð á mínútu sem er 87,76% yfir því sem flestum öðrum hefur tekst síðasta sólarhring, það er að segja þeim sem hafa prófað sig þarna.
Guði sé lof, enda geri ég fátt annað en að skrifa! Það væri heldur súrt að vera undir meðallagi eftir öll þessi ár…
En HÉR Á TEN FAST FINGERS getur þú prófað vélritunarhraðann þinn á okkar ástkæra ilhýra. Þú getur líka skorað á vini og vinkonur í vélritunarkeppnir.
Svo má keppa alþjóðlega við risana í bransanum. Við erum að tala um ALVÖRU vélritara sem virðast vera búnar yfirnáttúrulegum kröftum í vélritunarfærni. Mögulega bara geimverur?
Allavega, prófaðu hér. Þetta er sérstaklega skemmtilegt fyrir fólk sem er með fingurna á lyklaborðinu nánast allann sólarhringinn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.