Ég er að vera tvítug eftir nokkra daga – samt heldur fólk alltaf að ég sé miklu yngri.
Ég er spurð um skilríki þegar ég kaupi mér tóbak og fólk verður oft vandræðalegt þegar ég segji að ég sé búin með menntaskóla! Þetta fer óstjórnlega mikið í taugarnar á mér og mér finnst þetta rosalega móðgandi.
Ég og vinkona mín sátum á kaffihúsi um daginn og vorum að ræða þetta. Afhverju erum við aldrei ánægðar með aldurinn?
Á unglingsárunum (og jafnvel alveg frá 10 ára aldri) gerum við hvað sem við getum til að sýnast eldri, svo kaffærum við húðinni í kremum, förum í lýtaaðgerður og klæðum okkur stundum ekki alveg við hæfi miðað við aldur – allt til að reyna að sýnast yngri.
Við vorum að velta því fyrir okkur – hvar eru mörkin?
25 ára?
30 ára?
35 ára?
Kannski er það bara persónubundið en ég held að langflestar konur yfir þrítugt myndu mógðast ef því segðir við hana að hún liti út eins og fertug kona. Þetta er alveg stórmerkilegt “fyrirbæri”.
Madonna og Miley Cyrus virðast ekki sætta sig við sinn eiginn aldur.
Það fyndna er, er að það er eins og þær vilji báðar vera á sama aldri. Hvernig þær klæða sig og hegða sér. Hver er þessi gullni aldur?
Ég hef ákveðið að reyna eftir minni bestu getu að njóta þess að fólk haldi að ég sé yngri en ég er – þótt það reynist mér erfitt.
En ég bara veit að það eru ekki mjög mörg ár í það að þetta snúist algjörlega við.
Furðulegt….
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.