Mér finnst stundum talað um að stelpur skorti fyrirmyndir. Það er eflaust rétt, sérstaklega þegar kemur að fögum eða störfum sem lítil hefð er fyrir því að konur hafi unnið gegnum tíðina.
En að það sé einhver skortur á svölum konum sem eru og hafa verið áberandi í gegnum lífið!? Það er misskilningur hinn mesti. Jörðin er og hefur alltaf verið troðfull af dásamlegum kvenmönnum. Hér eru nokkrar ofursvalar sem hafa haft djúpstæð áhrif á mig í gegnum mitt líf, til dæmis með hugsun sinni, klassa, listsköpun, viðhorfi, stíl og framgöngu. Af þeim má mikið læra, hvort sem er því sem þær sögðu eða hvernig þær lifðu lífi sínu.
Efst sést söngkonan og ofurtöffarinn Debbie Harry lesa The Sun en svo koma…
Nina Simone
Djasssöngkona, skáld og lagasmiður
Leni Riefenstal
Kvikmyndagerðarkona, ljósmyndari og dansari
Patti Smith
Tónlistarkona
Grace Jones
Tónlistarkona
Mae West
Leikskáld og leikkona
Astrid Lindgren
Rithöfundur
Nina Hagen
Tónlistarkona
Simone De Beauvoir
Rithöfundur
Marilyn Monroe
Leikkona, skvísa, gáfumenni og ástarfíkill
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.