Ég fékk að kíkja aðeins í snyrtibudduna hjá Hönnu Lind Garðarsdóttur förðunarfræðingi.
Hanna Lind er 26 ára förðunarfræðingur sem stundar einnig nám í MSc Mannauðstjórnun við Háskóla Íslands.
Í sumar sinnti Hanna Lind förðuninni af miklum krafti þar sem mikið var að gera í brúðarförðunum og slíku. Hún var nánast bókuð hverja helgi en var á sama tíma á haus við að plana sitt eigið brúðkaup.
Hönnu Lind þykir æðislegt að gera blandað saman skólanum og förðuninni og segist vera dugleg að taka að sér förðunarverkefni þegar hún hefur tíma.
Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem við kemur förðun, tísku og snyrtivörum og fannst mér því tilvalið að fá að kíkja aðeins í snyrtibudduna hennar og spyrja hana nokkura spurninga:
1. Hvaða 5 förðunar/snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér í augnablikinu ?
Það eru nokkrir hlutir í uppáhaldi hjá mér akkúrat núna en sá fyrsti er líklega Shanghai Spice varaliturinn frá Mac.
Ég gifti mig í sumar og notaði hann einmitt á brúðardaginn og hef notað hann mikið dags daglega síðan, virkilega fallegur og látlaus. Einnig nota ég mikið highlighterinn frá Smashbox sem heitir Halo Hightlighting Wand.
Ég blanda honum oft saman við annan highlighter frá sama merki sem heitir Artificial Light og það kemur mjög fallega út.
Ég nota líka alltaf Sensai bronzing gelið mikið, ofsalega þægilegt þegar maður nennir ekki að mála sig mikið. Maður verður alltaf ferskur á því að setja það framan í sig og ég mæli líka með því fyrir strákana!
Ég keypti mér einnig nýlega augnskuggapallettu sem ég er mjög hrifin af akkurat núna. Hún heitir Vintage Romance og er frá merkinu Sleek, það merki fæst á haustfjord.is og er á ótrúlega flottu verði, ég á án ef eftir að prufa að panta meira þaðan þar sem ég var mjög ánægð með vörurnar. Kannski gott að taka það fram að ég þekki stelpuna ekki neitt sem er að flytja þær vörur inn.
Síðast en ekki síst er Almond líkamsolían og sturtusápan frá merkinu L’Occitane í miklu uppáhaldi hjá mér núna, það er svo mikil draumalykt af þeim vörum að mig langar helst að bera olíuna á mig 10 sinnum á dag.
2. Hvert er uppáhalds meikið ?
Ég verð eiginlega að nefna 3 meik, ég nota mikið Perfection Lumiére meikið frá Chanel og finnst það æðislegt, það er létt og hentar vel dags daglega.
Þegar ég kíki þó út og vill fá þyngri förðun nota ég nánast undantekningalaust Studio Foundation meikið frá MAC í bland við Mineralize Moisture meikið sem er einnig frá Mac. Ég byrja oftast á því að setja Studio Foundation á mig og bæti svo Mineralize meikinu við, stundum á allt anditið og stundum aðeins á ákveðna staði sem ég vill highlight-a.
3.Hvaða vörur notar þú til að hreinsa húðina ?
Ég hef prufað mjög margar hreinsivörur og mér finnst vatnsheldi augnhreinsirinn sem heitir Eye&Lip Express Make-up remover frá L’Oréal langbestur, nær allri augnförðun mjög vel af og einnig sterkum varalitum, mattir varalitir geta oft setið svo fastir en þessi hreinsir nær þeim vel af!
Til að hreinsa húðina er ég mjög hrifin af Sephora vörunum, ég á bæði hreinsimjólkina, hreinsivatn og toner fyrir húðina sem ég nota eftir á. Ég kaupi þessar vörur nánast í hverri utanlandsferð. Einnig elska ég Deep Action cream wash frá Clean Clear og nota það til skiptis við Sephora. Mér finnst ég alltaf vera með extra hreina húð eftir Deep Action og hvet stelpur (og stráka) að prófa þann hreinsir.
4. Hvaða krem finnst þér best ?
Eftir að ég prófaði fyrst Mineral Moisturuizing Cream (face and body) frá Blue Lagoon fyrir nokkrum árum þá hef ég ekki notað annað framan í mig, þetta er lang besta krem sem ég hef prufað. Mæli ótrúlega mikið með því, finnst það krem einnig betra en sérstaka andlitskremið sem kemur frá sama merki. Þetta krem er ekki oft þykkt og ekki of létt, eiginlega bara fullkomin blanda!
5.Hvers konar förðun ertu hrifnust af ?
Ég er alltaf ótrúlega veik fyrir fallegum eyeliner! Núna er ég mikið fyrir fallega og highlight-aða húð, áberandi fallegan eyeliner og dökkan varalitan, finnst það alveg málið. Einfalt og fallegt, bæta svo við gerviaugnhárum og þá er kvöldförðunin fullkomin.
Ég hef líka mikið verið að nota varaliti sem kinnaliti upp á síðkastið, mæli með því ef ykkur langar í nýjan kinnalit. Bæði er ég hrifin af blautum kinnalitum og svo kemur áferðin af varalitum einnig fallega út í kinnum. Ég hef þó líka alltaf verið hrifin af áberandi vörum og nota sjálf mikið bleika og jafnvel út í appelsínugula varaliti. Það gerir oft mikið fyrir mann á veturnar, aðeins að gefa smá lit í lífið í Íslands-myrkrinu.
6.Áttu þér uppáhalds merki?
Nei í raun á ég ekki neitt eitt uppáhalds merki, hér heima kaupi ég eflaust mest í Mac og því er það eitt af uppáhalds merkjunum. Einnig kemur Smashbox sterkt inn og Benefit vörurnar þegar ég kemst erlendis. Nars, Urban Decay, Bobbi Brown og svo líkt og ég nefndi hér fyrir ofan þá keypti ég nýlega augnskugga og einnig varaliti frá Sleek og ég er mjög ánægð með bæði. Þannig ætli öll þessi merki séu ekki uppáhalds í augnablikinu 😉
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com