…er eflaust spurning sem margir karlmenn og konur velta fyrir sér því við konur förum varla út úr húsi án þess að taka með okkur handtösku, fulla af hlutum sem eru okkur alveg “ómissandi!”.
Hollenska parið Carolien Vlieger og Hein Van Dam störtuðu hönnunarfyrirtæki árið 2002. Þau byrjuðu á að hanna skemmtilegar töskur fyrir bæði kynin. Töskuna kalla þau Guardian Angel og er vöruhönnun þeirra krydduð með smá húmor… Parið hannar líka fleiri fylgihluti og má þar meðal annars nefna farsímahulstur, hatta fyrir dömur og herra sem minna á hárgreiðslur og töskur undir fartölvur þá línu nefna þau not-a-laptop.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.