
Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar laugardaginn 19. nóvember.
Þar sem ég er að detta í jólagírinn, enda bara 35 dagar til jóla, langaði mig að deila með ykkur þessum viðburði en þessi tiltekni basar hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.
Í boði verður:
- Handverkssala
- Barnakaffihús
- Brúðuleikhús
- Jurtaapótek
- Happdrætti
- Veiðitjörn
- Sultur
- Tívolí
Kaffi og kökur
Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni
Það er stutt í Lækjarbotna frá Reykjavík. Beygt er til hægri inn afleggjarann fyrir ofan Lögbergsbrekku sem er fyrsta brekkan þegar ekið er frá Reykjavík austur þjóðveg 1. Það eru skilti við veginn.