Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar laugardaginn 19. nóvember.
Þar sem ég er að detta í jólagírinn, enda bara 35 dagar til jóla, langaði mig að deila með ykkur þessum viðburði en þessi tiltekni basar hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.
Í boði verður:
- Handverkssala
- Barnakaffihús
- Brúðuleikhús
- Jurtaapótek
- Happdrætti
- Veiðitjörn
- Sultur
- Tívolí
Kaffi og kökur
Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni
Það er stutt í Lækjarbotna frá Reykjavík. Beygt er til hægri inn afleggjarann fyrir ofan Lögbergsbrekku sem er fyrsta brekkan þegar ekið er frá Reykjavík austur þjóðveg 1. Það eru skilti við veginn.
Það eru allir eru hjartanlega velkomnir í Lækjarbotna á morgun!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.