Af hverju hefur enn ekki komið einn einasti þjóðarleiðtogi sem er svokallaður hipster?
Fer það ekki saman að vera hipster og leiðtogi? Steve Jobs var eflaust það næsta sem hægt er að komast því að vera bæði hipster og leiðtogi í senn en hann væri þá frekar leiðtogi yfir apple söfnuðinum sem við tilheyrum ansi mörg.
Kannski verða þjóðarleitogar heimsins einhverntíma hipp og kúl og ekki í dragt eða með bindi en við verðum eflaust að bíða í að minnsta kosti 100 ár þangað til.
Listamaðurinn Amit Shimoni lét hinsvegar ímyndunaraflið ráða ferðinni við gerð þessara verka sem sýna meðal annars Möggu Thatcher sem skvísu úr bæjarblokkunum í Bretlandi og Ghandi sem laufléttan gaur í batik bol.
Með verkunum leitast listamaðurinn við að færa nútímafólk ‘nær’ leiðtogunum en óumdeilanlega er mikill “Warhol” yfir þessum verkum.
Skemmtilegt!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.