Hún ólst upp með górillum – Dásamleg viðbrögð eftir 12 ára aðskilnað

Hún ólst upp með górillum – Dásamleg viðbrögð eftir 12 ára aðskilnað

Ef þig langar að sjá eitthvað fallegt, eitthvað sem yljar hjartanu, þá gæti þetta myndband verið akkúrat það sem þú þarft núna.

Tanzy siglir hér með föður sínum inn í frumskóga vestur Afríku til að endurnýja kynnin við górillur sem hún ólst upp með og hafði ekki séð í 12 ár. Fjölskylda Tanzy hafði tekið að sér að vernda þessi merkilegu og flottu dýr og viðhalda stofninum. Fyrir 12 árum slepptu þau tveimur górillum lausum, þeim Bimms og Djalta, en báðar fæddust í dýragarði í Kent á Englandi og voru svo fluttar til Afríku svo þær gætu aðlagast í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Árið 2014 fóru Tanzy og pabbi hennar inn í skóginn að leita að þessum gömlu vinum og viti menn, endurfundirnir voru alveg dásamlegir. Þetta myndband gleður alla dýravini 💞 🐒

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest