Appelsínugulur litur er alveg málið í vetur. Hann lífgar upp á okkur í skammdeginu og svo er hann bara ótrúlega fallegur!
Liturinn fer oft best við náttúrulegt útlit en það fer líka eftir tóninum. Eins og sjá má á myndunum notuðust sumir hönnuðir á tískusýningum í haust við ljósbleika varaliti sem mér fannst mjög smart. Jarðlitir og náttúrulegt útlit tóna líka vel við hann.
Flest snyrtivörumerki eru farin að framleiða fáránlega flotta varaliti, augnskugga og kinnaliti í appelsínugulum tónum og það er um að gera að prófa og sjá hvernig lúkkið er á eigin andliti. Svo er hægt að taka rauða varalitinn og hafa hann í appelsínugulari tón ef maður þorir ekki alla leið 😉 Rauð- appelsínugult naglalakk er líka skothelt!
Ég mæli með því eins og oft áður að einbeita sér að einu svæði í einu þegar notast er við sterka liti. T.d. augu, kinnar eða varir eins og sjá má á myndunum.
Við viljum leyfa náttúrulegri fegurð að skína í gegn!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com