Fléttur hafa verið vinsælar undanfarin sex ár og spái ég engri breytingu þar á.
Þar sem ég er með öllu óhæf þegar kemur að því að flétta og gera greiðslur nýti ég gjarnan tækifærið þegar ég fer í litun og eða klippingu og fæ mér fléttu í leiðinni,
Ef þig langar að leita að frumlegum og flottum fléttum þá mæli ég með því að þú skoðir Nicole Richie. Hún er að mínu mati drottning fléttugreiðslna í Hollywood. Nicole er alltaf að prófa sig áfram með fléttur hvort sem það er fyrir rauða dregilinn eða hversdags.
Fléttur eru bæði kvenlegar og sumarlegar. Hér deili ég með þér hugmyndum að fléttugreiðslum úr mínu persónulega Pinterest safni.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.