Hjá Húðlæknastöðinni hafa magnaðar vörur verið að seljast upp hver á eftir annarri síðustu vikurnar. Auðvitað er von á nýjum sendingum en það er ekki lítið sem SkinCeuticals hafa verið að slá í gegn hjá konum, sérstaklega eldri og betri gerðinni – 40+
Að finna gott krem sem hentar manni er eins og að komast í gott ástarsamband. Það er bara eitthvað jafnvægi, einhver kemistría (kremistría) sem virkar, útgeislunin rýkur upp og vinkonurnar kommenta: „Guð hvað þú lítur vel út hvað ertu að gera?!“
Eftir að hafa í rúm tíu ár skrifað um krem og snyrtivörur hérna á Pjattinu tel ég óhætt að ég megi kalla mig sérfræðing í þessum efnum. Ég veit að það eru til dýr og fín krem sem hafa frábær áhrif og að margar eru svo bara giftar NIVEA og segja það duga. Frábært fyrir þær en ég er persónulega kýs ég að hafa fleira á hillunni þó að NIVEA megi auðvitað alltaf vera með líka.
Nú sé ég alveg greinilegan mun, til dæmis bara á því að koddafarið hverfur á smá tíma
Síðustu vikur hef ég notað húðvörur frá SkinCeuticals en þær eru fluttar inn og seldar hjá Húðlæknastöðinni í Kópavogi. Vörurnar innihalda mjög virk efni sem fyrirbyggja öldrun húðarinnar (e.anti-aging) og eru því aðeins fáanlegar á læknastofum sem hafa sérþekkingu í húðlæknisfræði. Hugsunin á bak við þessa vörulínu þrískipt. Að…
- fyrirbyggja öldrunareinkenni húðarinnar
- vernda húðina
- byggja hana upp
Fyrsta varan frá SkinCeuticals kom á markaðinn árið 2005: andoxunardroparnir C E Ferulic og sú vara hefur verið þeirra allra vinsælasta vara frá upphafi. Í þessari litlu flösku er einstök samsetning andoxunarefna sem verja húðina gegn umhverfisáhrifum, dregur úr fínum línum og eykur ljóma húðarinnar.
C E FERULIC serum
Notist eftir hreinsun að morgni. 3-4 dropar eru bornir á hreina og þurra húð.
- Verndar gegn skaðlegum áhrifum sindurefna, styrkir húðina og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun.
- Fyrirbyggir viðvarandi breytingar á húð.
- Fullkomið til notkunar með sólarvörn.
- Hentar fyrir normal, þurra og viðkvæma húð
Ég er lifandi sönnun þess að þetta virkar en eftir að ég fór að nota vörurnar reglubundið á síðustu vikum hefur húðin mín tekið stakkaskiptum. Hún er þéttari í sér, svitaholurnar hafa minnkað og hún ljómar meira.
Hápunktur myglustigs hverrar konu er væntanlega á morgnanna þegar hún lítur í spegilinn með koddafar á kinn en það er einmitt á þessum tíma sem ég hef séð mesta muninn á húð minni.
Hún var oftast hálf þreytt, teygjanleikinn lítill og þar með ferskleikinn en þetta tvennt fer alltaf saman. Nú sé ég alveg greinilegan mun, til dæmis bara á því að koddafarið hverfur á smá tíma versus áður þegar það lafði þarna fram undir hádegi (ok smá ýkjur en samt satt).
Ég er líka að nota þetta magnaða stöff:
A.G.E. INTERRUPTER
Hvernig væri að trufla aðeins öldrunarferlið? Hér erum við með krem sem dregur verulega úr öldrunarmerkjum eins og fínum línum og hrukkum, jafnar út húðina og eykur teygjanleika hennar. Viðheldur einnig góðum raka í húðinni. Er sérstaklega samsett fyrir þroskaða húð (40+) og inniheldur bláberjaseyði, proxylane og phytosphingosine
Þetta gerir kremið:
- Fyrirbyggir og dregur verulega úr öldrunarmerkjum.
- Styrkir varnir húðar og eykur teygjanleika og raka.
- Dagleg notkun gefur jafnari húðlit, stinnir og eykur ljóma.
- Hentar fyrir normal, þurra, blandaða og viðkvæma húð.
PHYTO CORRECTIVE GEL
Létt og olíulaust serum sem gefur góðan raka og dregur úr viðkvæmni húðar og róar erta húð eins og til dæmis húð sem er með rósroða. Inniheldur róandi jurtir eins og gúrku og timian. Inniheldur einnig mulberry sem dregur úr litabreytingum. Gefur frísklegt og hreint yfirbragð.
- Olíulaust.
- Hentar vel til að undirbúa húðina fyrir frekari húðmeðferðir og dregur úr roða eftir meðferðir.
- Hentar fyrir viðkvæma og feita húð.
Ég bíð líka mjög spennt eftir því að fá augnkremið sem er að gera allt vitlaust (er því miður uppselt núna) hjá Húðlæknastöðinni ,og retinolið öfluga sem ég ætla að skrifa betur um seinna.
Ef þig langar að gera eitthvað gott fyrir sjálfa þig á nú í kuldanum þegar húðin er hvað erfiðust þá mæli ég með því að splæsa t.d í serumið og/eða panta ráðgjöf hjá Húðlæknastöðinni um hvaða vörur gætu hentað þér best.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.