Eitt af því mikilvægasta sem við getum gert fyrir útlitið er að hugsa vel um húðina okkar og til að hægja á öldrunareinkennum er notkun á sólarvörn æ oftar nefnd.
Flest viljum við ekki flýta fyrir öldrunareinkennum og sólarvörnin skiptir þar mjög miklu máli, fyrir utan hefðbundið tal um vörn gegn krabbameini. Það er svo miklu léttara að fyrirbyggja skaða/öldrun en að reyna laga síðar meir. Þær sem vilja fá smá lit geta alltaf gert það því húðin verður alveg brún með öðrum hætti, það má alltaf “feika” smá brúnku og ljóma með förðunar og húðvörum.
Svo er ekkert að því að elska sinn eigin húðlit.
Það er æðislegt að BB kremin skuli slá svona rækilega í gegn en þau eru með talsvert hærri vörn en aðrar snyrtivörur og oftast með meira af virkum efnum til að passa betur húðina.
Í raun er svo einfalt að muna eftir vörninni en við verðum að passa að nota þá nógu mikið. Það er oft talað um að nota uþb teskeið yfir andlitið og hálsinn.
Ekki gleyma að setja á handarbökin þar sem það svæði ásamt hálsinum/bringu vill oftast gleymast. Auðvitað á að bera sólarvörnina á öll svæði sem sjást, og þegar það á að leggjast út í sólina þá er um að gera að bera á allan líkamann og fara svo út. Vörnin þarf góðar 20 mínútur á húðinni áður en það er farið út í sólina.
Ég er oft spurð hvað ég geri til að hugsa um mína húð, ég nefni alltaf sólarvörn!
Svo var nýlega birt mynd af vörubílstjóra (69 ára) sem hafði verið að keyra í 28 ár, munurinn á vinstri hlið (sem er við gluggann) og hægri er ótrúlegur! Þetta er rosalegt að sjá og hefur fengið marga til að hugsa aðeins meira um notkun á sólarvörn.
Annars mæli ég líka með þessu fína lagi unnið af Baz Luhrmann leikstjóra þar sem er mælt er með notkun á sólarvörn.
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.